Sveaborg Ateljéhuset Palmstierna

Suomenlinna B44-45Nordiskt Institut för Samtidskonst, Sveaborg B 28
Helsinki FIN-00190
Finnland
Souomenlinna eða Sveaborg eru 6 eyjar rétt fyrir utan Helsinki og tekur um 15 mínútur að fara með ferju á milli. Sveaborg er gömul herbækistöð en nú eru íbúar þeirra um 900. Vinnustofurnar skammt frá skrifstofu NIFCA sem einnig eru á eyjunum. Byggingin er frá því um 1770, og eru vinnustofur á fyrstu hæð og íbúðir á annarri hæð. Vinnustofurnar eru 5 sem ætlaðar eru fyrir erlenda listamenn. Einnig eru 4 íbúðir án vinnustofu sem ætlaðar eru fyrir fræðimenn, sýningarstjóra, blaðamenn og aðra sem vinna í tengslum við myndlist. Vinnustofurnar eru hluti af "Nordic and Baltic Artists in Residence" og "Network North residency progremme" hjá Nifca. Þeir sem ekki geta sótt um í gegnum þessi kerfi geta haft samband beint við Nifca og óskað upplýsinga. Sum plássin eru ætluð til sérstakra skipti prógramma við samtök eða stofnanir í fjarlægum löndum. Listamönnum og öðrum er stundum boðin dvöl í tengslum við verkefni sem Nifca er að vinna að. Í Sveaborg eru haldnar ráðstefnur, námskeið, fundir, fyrirlestrar, litlar sýningar og fleira. VINNUSTOFUR: Vinnustofurnar eru samtals fimm og eru þær á neðstu hæð byggingarinnar. Íbúðirnar sem þeim fylgja eru fullbúnar fyrir 2 gesti . Auka gistingu er hægt að útvega með tveimur vinnustofunum. Sameiginlegt sjónvarsherbergi og þvottahús. Sjá nánari lýsingu hér neðst. GESTAÍBÚÐIR: Íbúðirnar eru 4 og er í sama húsi og vinnustofurnar og eru ætlaðar sýningarstjóra o.fl. Þessum íbúðum úthlutar einnig Nifca til þeirra sem eru að vinna að verkefnum í tengslum við eða á vegum Nifca. Íbúðirnar eru allar af svipaðri stærð, eitt herbergi með eldhúsaðstöðu, baðherbergi. Íbúðirnar eru fullbúnar og ætlaðar fyrir tvo. SKRIFSTOFA NIFCA: Á skrifstofu Nifca fá listamenn og aðrir gestir aðgang að tölvum með internettengingu og öðrum skrifstofutækjum. Þar er einnig bókasafn. Á opnunartíma er einnig möguleiki að nota önnur tæki s.s. myndbönd og DVD spilara, myndavél, skyggnusýningarvél, skanna o.fl. Að auki er sérstakt verkefnaherbergi, verkstæði fyrir tré, málm og grafík og myrkraherbergi. Nánari upplýsingar um tæki og áhöld fást á skrifstofu Nifca. For more detailed information about the equipment available, please consult NIFCA before arrival! Vinnustofur: Studio JOHAN TOBIAS (tel. +358 9 66 82 55) Sculpture studio: 77.5 m2, ceiling height 4.2 m. Direct entrance on ground level. Door width 250 cm. Flat: 33 m2, room and kitchenette, shower and balcony. Studio AUGUSTIN (tel. +358 9 66 83 55) Studio: 32 m2, platform 13 m2. Ceiling height 6 m, under platform 3.2 m. Flat: 33 m2, room and kitchenette, shower and balcony. Studio CARL AUGUST (tel. +358 9 66 83 56) Studio: 32 m2, platform 13 m2. Ceiling height 6 m, under platform 3.2 m. Flat: 33 m2, room and kitchenette, shower and balcony. Studio ELIAS (tel. +358 9 66 84 11) Studio: 32 m2, platform 13 m2. Ceiling height 6 m, under platform 3.2 m. Flat: 33 m2, room and kitchenette, shower and balcony. Studio EMANUEL (tel. +358 9 66 84 33) Studio: 32 m2, platform 13 m2. Ceiling height 6 m, under platform 3.2 m. Flat: 33 m2, room and kitchenette, shower and balcony. Aukagisting: 18.4 m2, er hægt að bæta við á studio Carl August eða studio Elias.

Hafa dvalið

SÍM - Hafnarstræti 16, Pósthólf 1115, IS-121 Reykjavík, Ísland - Sími: 551 1346 - Fax: 562 6656 - Netfang: sim@sim.is
Öll notkun mynda af myndverkum þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háð leyfi. Myndir þessar eru birtar til kynningar og er annars konar notkun þeirra bundin reglum höfundarréttar samanber Höfundalög nr. 73/1972 með áorðnum breytingum.