Center for Contemporary Arts-Prague

Jeleni 9
Prag 11800
Tékkland
Vinnustofurnar eru í kastala í þorpinu Jeleni sem er um 80 km. suð-vestur af Prag. Kröfur: Tékknesku- eða enskukunnátta. Dalartími: 1 - 5 mánuðir (2 mánuðir í gegnum Unesco) Umsóknarfrestur rennur næst út 30. apríl 2002 ef sótt er um gegnum Unesco en annars er engin umsóknarfrestur. Skila á inn uppl. um feril, nýlegri mynd af listamanninum, 10 skyggnum eða myndum af nýlegum verkum, lýsingu á því að hverju listamaðurinn ætlaði að vinna og tveimur meðmælabréfum. Boðið er upp á sumar námskeið (workshops) Einnig býðst listamönnum að setja upp sýningar í litlu galleríi í tengslum við stofnunina.
Unesco-Aschberg Bursaries for Artists - International Fund for the Promotion of Culture Einnig er í gangi annað vinnustofu-prógramm á vegum Center for Contemporary Art og kallast það Bubec Sculpture Studio sjá http://www.bubec.cz og er þar áhersla lögð á steinhögg og bronsvinnu. Foundation og Center for Contemporary Art- Prague (F&CCA-Prague) var stofnað 1992 sem hluti stærra kerfis stofnanna sem reknar eru án hagnaðarsjónarmiða. Stofnandinn var Georg Soros (New York) og var Soros Center Contemporary Art innlimað í F&CCA-Prague árið 1998, eftir að Soros Foundation ákvað að draga úr framlögum til þeirra 20 Soros miðstöðva sem eru í Austur Evrópu. Sjá Soros Foundation Network: http://www.soros.org/

Hafa dvalið

SÍM - Hafnarstræti 16, Pósthólf 1115, IS-121 Reykjavík, Ísland - Sími: 551 1346 - Fax: 562 6656 - Netfang: sim@sim.is
Öll notkun mynda af myndverkum þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háð leyfi. Myndir þessar eru birtar til kynningar og er annars konar notkun þeirra bundin reglum höfundarréttar samanber Höfundalög nr. 73/1972 með áorðnum breytingum.