Safnasafnið

Gamla þinghúsinu
Svalbarðsströnd - 601
Ísland
Húsið opnaði almenningi vorið 1998. Safnasafnið er staðsett 12 km. norðan Akureyrar og er opið daglega frá kl. 10-18 á sumrin. Sýningar sumarið 2002: Laugardaginn 18.maí s.l. voru formlega opnaðar nýjar sýningar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd, norðan Akureyrar. Á jarðhæð eru einkasýningar á viðarverkum eftir Sæmund Valdimarsson í Reykjavík og Björn Guðmundsson frá Laufási í Víðidal, og í Brúðusafni sýnir Hlíf Ásgrímsdóttir í Reykjavík litla innsetningu vatnslitamyndar og ljósmyndar til minningar um móður sína. Á annarri hæð er kynslóðabilið brúað með samsýningu pappírsverka eftir nemendur fyrsta og annars bekkjar Valsárskóla á Svalbarðsströnd og Laufeyjar Jónsdóttur í Sæbóli á Vatnsnesi, auk útsögunarverka eftir Eirík Guðmundsson á Selfossi og Friðrik Hansen á Hvammstanga. Þá er sýning á krítar- og vatnslitamyndum eftir Hrefnu Sigurðardóttur í Reykjavík og smásýningin: Horft um öxl, þar sem litið er til klæðaburðar fyrri tíma, eins og hann birtist m.a. í verkum eftir Jóhönnu Níelsdóttur frá Þingeyrum í Húnaþingi, Elíasabetu Geirmundsdóttur á Akureyri, Andrés Magnússon og Kjartan Ingimundarson í Reykjavík, Þórunni Kristínu Helgadóttur á Þingeyri í Dýrafirði, Margréti Ingvarsdóttur á Ytri-Mælifellsá í Skagafirði, Guðrúnu Jakobsdóttur í Reykjahlíð í Mývatnssveit, Hrefnu Gunnsteinsdóttur í Ketu á Skaga og Ögn Levý í Grænahvammi á Vatnsnesi. Þessar sýningar standa yfir í allt sumar ásamt útsýningu á höggmyndum eftir Ragnar Bjarnason í Reykjavík. Í Hornstofu er einkasýning á útsaumsverkum og lágmyndum eftir Hildi Kristínu Jakobsdóttur á Akureyri en þeirri sýningu lýkur 14. júní. Síðar í sumar verða opnaðar þrjár einkasýningar í Hornstofu, fyrst áverkum efitr Sigríði Ágústsdóttur á Akureyri og síðan eftir Guðrúnu Erlu Geirsdóttur og Halldór Ásgeirsson í Reykjavík.
Húsið er tvær hæðir og ris, alls 280 fm, hvítmálað í stórum skógarlundi. Sýnt er á tveimur neðri hæðunum.
Sjálfseignarstofnun

Sýningar listamanna

Sýningar


2015
Draumurinn minn
Einkasýningar

2014
Himinn og Jörð
Einkasýningar

2011
As Above so Below
Einkasýningar

2011
slípað grjót og kjarnar
Samsýningar

2010
Liðveisla I
Samsýningar

2010
Listveisla
Samsýningar

2010
listveisla 1
Samsýningar

2010
RIPPLES
Einkasýningar

2010
Rúrí
Einkasýningar

2009
ET CETERA
Einkasýningar

2009
Stund milli stríða
Einkasýningar

2009
Teikningar
Einkasýningar

2005
Fermingarveisla
Einkasýningar

2005
Myndgaldur
Samsýningar

2005
Myndgaldur - verk úr eigu safnsins
Samsýningar

2005
Safnasafnið 10 ára
Samsýningar

2002
Innilokun
Einkasýningar

2002
Tilbrigði við bið
Einkasýningar

2000
Borð Stóll og Stigi
Samsýningar

2000
Borð, stóll, stigi
Samsýningar

2000
Borð, stóll. stigi
Samsýningar

2000
Liðsmenn.
Einkasýningar

2000
Skólasýning
Samsýningar

2000
Stóll og stigi
Samsýningar

2000
Útiverk myndlistarnema
Samsýningar

1999
Hornstofa
Einkasýningar

1998
Himinn og jörð.
Einkasýningar

1998
Skúlptúrar
Einkasýningar

SÍM - Hafnarstræti 16, Pósthólf 1115, IS-121 Reykjavík, Ísland - Sími: 551 1346 - Fax: 562 6656 - Netfang: sim@sim.is
Öll notkun mynda af myndverkum þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háð leyfi. Myndir þessar eru birtar til kynningar og er annars konar notkun þeirra bundin reglum höfundarréttar samanber Höfundalög nr. 73/1972 með áorðnum breytingum.