Kling & Bang gallerí

Laugavegi 23, 2. hæð
Reykjavík - 101
Ísland
Galleríið opnaði 16. maí 2003 með sýningu Barkar Jónssonar sem útskrifaðist með mastersgráðu í myndlist frá Listaakademíunni í Helsinki. Galleríið er opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18. Í fréttatilkynningu 14. maí segir: Að galleríinu standa tíu myndlistarmenn: Daníel Björnsson, Erling Þ.V.Klingenberg, Guðrún Benónýsdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Kristinn Pálmason, Nína Magnúsdóttir, Sara Bjönsdóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson, Úlfur Grönvold. Hópurinn á það sameiginlegt að vera virkir myndlistarmenn sem hafa menntast og /eða unnið bæði hérlendis og erlendis. Markmiðið er að skapa lifandi og leiftrandi vettvang fyrir framsækna íslenska myndlist. Samstarf við erlenda listamenn og gallerí er í burðarliðnum og er ætlunin er að vera stórtæk í því samstarfi. Við munum vera djörf í verkefnavali og með óvæntum nýjungum skapa spennu í lista- og menningarlífið og lýsa eins og kyndill í ljósaskiptunum.

Sýningar listamanna

Sýningar


2011
GARUR
Einkasýningar

2011
Heyr
Samsýningar

2006
Félagslega Málverkið
Einkasýningar

2006
Guðs útvalda þjóð/Gods chosen nation
Samsýningar

2006
Hellirinn bak við ennið / The cave behind the forehead.
Einkasýningar

2006
Hérna niðri / Down Here
Einkasýningar

2004
Lopameyja/Woollenmaiden
Einkasýningar

SÍM - Hafnarstræti 16, Pósthólf 1115, IS-121 Reykjavík, Ísland - Sími: 551 1346 - Fax: 562 6656 - Netfang: sim@sim.is
Öll notkun mynda af myndverkum þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háð leyfi. Myndir þessar eru birtar til kynningar og er annars konar notkun þeirra bundin reglum höfundarréttar samanber Höfundalög nr. 73/1972 með áorðnum breytingum.