Safn Ásgríms Jónssonar

Bergstaðastræti 74, PO.Box 668
Reykjavík - 101
Ísland
Safn Ásgríms Jónssonar listmálara (1876-1958) er gjöf listamannsins til íslensku þjóðarinnar og er það til sýnis í húsi listamannsins að Bergstaðastræti 74. Ásgrímur Jónsson (1876 - 1958) er einn brautryðjenda íslenskrar myndlistar og varð fyrstur íslenskra málara til að gera myndlistina að aðalstarfi. Safnið var opnað árið 1960 og árið 1988 þegar Listasafn Íslands flutti í eigið húsnæði var safn Ásgríms sameinað Listasafninu og er nú sérstök deild í Listasafni íslands. Safn Ásgríms Jónssonar hýsir vinnustofu listamannsins og heimili. Það hefur að geyma yfir 2000 stök verk, 150 teiknibækur og safn heimilda um líf listamannsins og starf auk innbús. Í safninu eru að jafnaði haldnar þrjár sýningar á ári þar sem verk listamannsins eru til sýnis. Þar er í boði safnkennsla fyrir skólanemendur og er hún í umsjá safnkennara Listasafns Íslands. Aðgangur ókeypis. Júní - ágúst: opið daglega kl. 13.30 - 16.00, lokað mánudaga. September - maí: eftir samkomulagi. Pantanir í síma 562 1000
Sjá Listasafn Íslands
Sýningar á teikningum, vatnslita- og olíumálverkum. Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum úr Reykjavík og nágrenni.

Sýningar listamanna

SÍM - Hafnarstræti 16, Pósthólf 1115, IS-121 Reykjavík, Ísland - Sími: 551 1346 - Fax: 562 6656 - Netfang: sim@sim.is
Öll notkun mynda af myndverkum þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háð leyfi. Myndir þessar eru birtar til kynningar og er annars konar notkun þeirra bundin reglum höfundarréttar samanber Höfundalög nr. 73/1972 með áorðnum breytingum.