Myndstef - verkefnastyrkir

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187
Reykjavík 121
Ísland
Myndstef - Myndhöfundasjóður Íslands var stofnaður árið 1991. Tilgangur Myndstefs er að fara með höfundarétt félagsmanna vegna opinberrar endurbirtingar og sýningar á verkum þeirra og stuðla að almennri höfundaréttargæslu á þessu sviði. Myndstef innheimtir þóknun fyrir notkun á höfundarétti félagsmanna sinna og kemur henni til skila til þeirra. Árið 2002 setti Myndstef á stofn tvo styrktarsjóði til handa myndhöfundum. Annars vegar verkefnastyrki og hins vegar ferða- og menntunarstyrki.
rið 2002 setti Myndstef á stofn tvo styrktarsjóði til handa myndhöfundum. Annars vegar verkefnastyrki og hins vegar ferða- og menntunarstyrki. Verkefnastyrkir. Rétt til að sækja um verkefnastyrki hafa myndhöfundar í Myndstefi og aðrir starfandi myndhöfundar. Verkefnastyrki skal veita til að vinna að verkefnum á sviði myndhöfunda, svo sem myndlistar, ljósmyndunar, leikmyndagerðar, grafískrar hönnunar, kynningar á byggingarlist, bókagerðar og hvers konar kynningar á myndverkum svo dæmi séu nefnd. Sérstök úthlutunarnefnd sér um afgreiðslu styrkbeiðna og ákvörðun styrkveitinga. Þeir sem styrk hljóta skulu gera skriflega grein fyrir ráðstöfun fjárins eigi síðar en einu ári eftir að verkefnisstyrkur hefur verið ákveðinn og greiddur umsækjanda. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu Myndstefs - sjá hér að ofan. Síðast var auglýst eftir umsóknum um miðjan júlí 2003 og rennur umsóknarfrestur út í byrjun september 2003. Úthlutunarnefnd 2002-2003: Sigurður Jónsson ljósmyndari, Halla Helgadóttir grafískur hönnuður, Pjetur Stefánsson myndlistarmaður (sat árið 2002) og Sólveig Aðalsteinsdóttir (situr árið 2003). Skipt er um nefnd á tveggja ára fresti og munu aðildarfélög Myndstefs skiptast á um að skipa fulltrúa sína í nefndina. Aðilar að Myndstefi eru: Samband íslenskra myndlistarmanna Ljósmyndarafélag Íslands Félag íslenskra teiknara Félag grafískra teiknara Arkitektafélag Íslands Deild leikmynda- og búningahöfunda Auk þess eru í Myndstefi fjöldi einstaklinga sem fara með myndhöfundarétt

Viðurkenningar-/Styrkþegar

SÍM - Hafnarstræti 16, Pósthólf 1115, IS-121 Reykjavík, Ísland - Sími: 551 1346 - Fax: 562 6656 - Netfang: sim@sim.is
Öll notkun mynda af myndverkum þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háð leyfi. Myndir þessar eru birtar til kynningar og er annars konar notkun þeirra bundin reglum höfundarréttar samanber Höfundalög nr. 73/1972 með áorðnum breytingum.