Myndlistarskólinn í Reykjavík

Ísland
Myndlistaskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1947 af Félagi íslenskra frístundamálara. Skólinn er núna sjálfseignarstofnun. Skólastjóri: Þóra Sigurðardóttir Fjöldi kennara við skólann eru að jafnaði 30-40 og eru flestir í hlutastarfi. Nám við skólann er annars vegar námskeið fyrir almenninga og hins vegar dagskóli (fornám) þar sem þreyta þarf inntökupróf. Námskeið. Nám við skólann er í námskeiðsáföngum og skiptist skólaárið í haust- og vorönn. Hvor önn stendur yfir í 14 vikur. Skólinn er opinn öllum almenningi án inntökuskilyrða en gert er ráð fyrir að nemendur ljúki fyrst grunnáföngum í teikningu. Einnig er stundum boðið upp á sumarnámskeið. Barna- og unglinadeild er við skólann auk almennrar deildar. Námskeiðshald á hinum ýmsu efnissviðum: . Dagsskóli (fornám) Frá haustinu 2000 býður Myndlistarskólinn í Reykjavík upp á 36 eininga ársnám í dagskóla til undirbúnings fyrir háskólanám í sjónlistum. Námið er sambærilegt því sem kallað var fornám og boðið var upp á innan Myndlista- og handíðaskólans. Námið er skipulagt sem eins vetrar nám sem nær yfir 30 vikna tímabil. Skiptist það í tvær 15 vikna annir. Í maí verða próf, skil verkefna og námsmat. Námið er 36 eininga, skipulagt samkvæmt nýrri námskrá framhaldsskóla. Markmið námsins er að búa nemendur undir framhladsnám á háskólastigi eða í sérskóla með því að veita þeim þjálfun í grundallaratriðum sjónrænnar menntunar, framsetningu skapandi hugsunar í tvívídd og þrívídd og notkun hinna nýju sjónrænu miðla. A öðru leyti má vísa til markmiða hinna nýju námskrár framhaldsskólans frá 1999. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára, og hafa lokið a.nm.k. 3 ára námi á frahladssólastigi í almennum greinum eða öðru sambærilegu námi sem skólinn metur gilt og að standast inntökupróf. Þeim umsækjendum sem uppfylla ofangreind skilyrði verður boðið til inntökuprófs.
The Reykjavík Art School

Fyrrverandi nemendur

SÍM - Hafnarstræti 16, Pósthólf 1115, IS-121 Reykjavík, Ísland - Sími: 551 1346 - Fax: 562 6656 - Netfang: sim@sim.is
Öll notkun mynda af myndverkum þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háð leyfi. Myndir þessar eru birtar til kynningar og er annars konar notkun þeirra bundin reglum höfundarréttar samanber Höfundalög nr. 73/1972 með áorðnum breytingum.