Listaháskóli Íslands

Ísland
Listaháskóli Íslands var settur í fyrsta sinn 10. september 1999. Skólin tekur við starfsemi Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Leiklistarskóla Íslands og Tónlistarskólans í Reykjavík. Hlutverk Listaháskóla Íslands er að sinna æðri menntun á sviði listgreina, vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um listir og menningu til almennings. Í skólanum er boðið upp á nám til fyrstu háskólagráðu. Frá og með hausti 2001 starfar skólinn í fjórum deildum: Hönnunardeild, myndlistardeild, leiklistardeild og tónlistardeild. Auk þess er í fyrsta sinn boðið upp á nám í kennslufræði til kennsluréttinda árið 2001-2002. Við skólann er sérfræðibókasafn og upplýsingaþjónusta sem tengjast þeim fræðum sem stunduð eru innan skólans. Ýmis verkstæði eru opin öllum nemendum. Þar fer fram kennsla, jafnframt aðstoða umsjónarmenn nemendur við úrlausnir verkefna. Verkstæðin eru hljóð- og vídeóverkstæði, ljósmynda- og myndvinnsluver, málm- og trésmíðaverkstæði og prentverkstæði. Í skólanum er lögð mikil áhersla á erlent samstarf, fjöldi erlendra gestakennara sækir skólann heim og veitir nemendum innsýn í alþjóðlega strauma í listum. Þá gefst nemendum tækifæri til nemendaskipta við samskiptaskóla Listaháskóla Íslands um alla Evrópu. Skólastjóri er Hjálmar H. Ragnarsson Deildarforseti myndlistardeildar: Kristján Steingrímur Jónsson. Deildarforseti hönnunardeildar: Halldór Gíslason, arkitekt. Deildarforseti leiklistardeildar: Ragnheiður Skúladóttir, leikkona og leiklistarkennari Deilarforseti tónlistardeilar: Mist Þorkelsdóttir, tónskáld. Kennslustjóri: Sigrún Kr. Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs: Jóna Finnsdóttir.
Prófessorar við myndlistadeild eru fjórir: Anna Líndal Ingólfur Arnarsson Tumi Magnússon Einar Garibaldi Eiríksson Roni Horn er gestaprófessor 2002-2004 Umsjónarkennarar á hönnunarsviði eru: Guðmundur Oddur Magnússon Guðrún Gunnarsdóttir Ólöf Erla Bjarnadóttir Katrín Pétursdóttir Umsjón með verkstæðum: Ljósmyndaverkstæði: Leifur Þorsteinsson Prentverkstæði: Ríkharður Valtingojer Tré- og járnsmíðaverkstæði: Daníel Þ. Magnússon Mynd- og hljóðvinnsluver: Haraldur Karlsson Tölvuver hönnunarsviðs: Helga Kristinsdóttir Listaháskólinn er þriggja ára nám. Boðið er upp á fornám m.a. hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík, sjá þar Fræðsludeild Listaháskóla Íslands - Opni listaháskólinn - stendur fyrir námskeiðum og fyrirlestrum, sjá þar

Fyrrverandi nemendurSÍM - Hafnarstræti 16, Pósthólf 1115, IS-121 Reykjavík, Ísland - Sími: 551 1346 - Fax: 562 6656 - Netfang: sim@sim.is
Öll notkun mynda af myndverkum þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háð leyfi. Myndir þessar eru birtar til kynningar og er annars konar notkun þeirra bundin reglum höfundarréttar samanber Höfundalög nr. 73/1972 með áorðnum breytingum.