Jan Van Eyck Akademie

Holland
Nemendur skólans eru yfirleitt um 40-50 frá öllum heimshornum oft u.ţ.b. 2/3 frá Hollandi. Fjöldi íslendinga hefur veriđ í skólanum. Skólinn samanstendur í grundvallaratriđum af ţremur deildum, fagurlist, hönnun og listfrćđi. Í skólann er ađeins tekiđ viđ fólki sem ţegar hefur lokiđ prófi frá viđurkenndum listaskólum. Ekki er hćgt ađ taka neitt lokapróf úr skólanum. Nemendur einbeita sér ađ sínum eigin verkum á eigin forsendum ásamt ţví ađ hafa tćkifćri til rannsókna. Hver deild er opin öllum ţátttakendum og geta ţeir ţannig fariđ á milli ţeirra ađ vild. Ýtt er undir samvinnu milli deilda. Námsáćtlun og stefna skólans er ađ sjónrćn starfsemi hljóti alltaf ađ vera í tengslum viđ síbreytilegan heim, félagslegan, efnahagslegan, stjórnmálalegan og tćknilega og geti ekki ţrifist án gagnrýnna tengsla viđ umheiminn. Grundvallarforsenda skólans er ţví ađ myndlist sé órjúfanlega tengd hinu ţjóđfélagslega samhengi. Rektor skólans heitir Koen Brams og var hann áđur ritstjóri ţekkts tímarits í Hollandi ,,de Witte raaf". Starfsmađur skrifstofu : Els Kuypers. Skólinn er kenndur viđ hollenska málaranna Jan van Eyck (1390-1441). Hann málađi m.a. mjög frćga brúđkaupsmynd af kaupmanninum Arnolfini og brúđi hans og er sú mynd talin fyrsta hreina olíumálverkiđ í evrópskri list. Ţađ er varđveitt í National gallery í London.

Fyrrverandi nemendur

SÍM - Hafnarstrćti 16, Pósthólf 1115, IS-121 Reykjavík, Ísland - Sími: 551 1346 - Fax: 562 6656 - Netfang: sim@sim.is
Öll notkun mynda af myndverkum ţar međ talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háđ leyfi. Myndir ţessar eru birtar til kynningar og er annars konar notkun ţeirra bundin reglum höfundarréttar samanber Höfundalög nr. 73/1972 međ áorđnum breytingum.