Gagnagrunnurinn sem vefurinn umm.is byggir á var upphaflega unninn hjá Upplýsingamiðstöð myndlistar. Upplýsingamiðstöðin var samstarfsverkefni menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra myndlistarmanna og Myndstefs og starfaði í tæp 9 ár, frá 1995 til ársloka 2003.

Eftir lokun Upplýsingamiðstöðvar myndlistar veittu menntamálraráðuneytið og Fjölís Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Myndstefi styrki til að uppfæra gagnagrunninn og þýða hann yfir á ensku. Nýi vefurinn er í umsjá SÍM en myndhöfundarnir sjá að miklu leyti um viðhald gagnagrunnsins með því að uppfæra sínar eigin síður sjálfir.

Uppsetning og forritun var í höndum Atóm/Núlleins, og vefurinn keyrir á Dísil.
SÍM - Hafnarstræti 16, Pósthólf 1115, IS-121 Reykjavík, Ísland - Sími: 551 1346 - Fax: 562 6656 - Netfang: sim@sim.is
Öll notkun mynda af myndverkum þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háð leyfi. Myndir þessar eru birtar til kynningar og er annars konar notkun þeirra bundin reglum höfundarréttar samanber Höfundalög nr. 73/1972 með áorðnum breytingum.